Eldheit pizzugerðarást síðan 1986

Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu 38A árið 1986. Hugmyndin var að búa til hlýlegan stað sem framreiddi úrvals eldbakaðar pizzur á borð fyrir Íslendinga. Við höfum alltaf verið knúin áfram af mikilli ástríðu í pizzugerð okkar. Við notum eingöngu fyrsta flokks hráefni, alvöru eldofna og íslenskt birki úr Hallormsstaðaskógi við eldbaksturinn á öllum okkar veitingastöðum.

Það krefst kunnáttu að eldbaka pizzu því þar eru engin færibönd eða stafrænir, sjálfstýrðir hitablásarar, heldur aðeins reynsla og þekking pizzabakarans sem sér um að þú fáir pizzuna rjúkandi heita, brakandi stökka og bragðmikla úr eldofninum. Alvöru handverk eins og það hefur verið stundað frá upphafi.

Brennandi áhugi á því sem við gerum er það sem hefur tryggt okkur farsæld í þetta mörg ár. Stöðunum okkar hefur fjölgað úr einum í fimm í gegnum árin og við teljum að okkur hafi tekist að fanga stemmninguna sem er á Bragagötunni og hafa hana með okkur á nýju staðina.

Við bjóðum upp á heimsendingu þegar verslað er fyrir meira en 3000 kr. Við sendum út í eftirfarandi hverfi: 101, 107, 103, 104, 105, 106, 108, 109, 170, 110, 111, 200, 201, 203 og 210. Athugið að framboð póstnúmera sem við sendum í er breytilegt eftir opnunartíma. Það er hægt að sækja pantanir á alla staðina okkar. Við erum með eitt pöntunarnúmer þar sem þú þarft bara að taka fram hvert þú vilt koma að sækja en það er alltaf fjótlegast að panta á netinu eða með appinu okkar. Appið okkur getur þú fundið bæði fyrir iPhone í Appstore og Android síma hjá Google Play.

Opnunartíma staðanna finnur þú á síðunni opnunartími

Við tökum vel á móti öllum, einstaklingum, pörum, fjölskyldum og hópum. Við getum sent þér rjúkandi pizzu heim í stofu ef það hentar tilefninu betur eða þú getur sótt hana þegar þú átt leið hjá.

Verði þér að góðu.

Pantanasími 562 3838

Skrifstofusími 568 6836